Skipulagstól fyrir veitingastaði til að hámarka pöntunarferlið.

Samansafn birgja • Sjálfkrafa eftirlit á birgðastöðu • Skipulögð sundurliðun á matseðli  • Gervigreind sem byggir á tillögum um hvað skal panta  

Sparaðu pening með því að panta rétt magn af mat.

Hjá GreenBytes notum við gervigreind til að spá fyrir hversu mikið af hverjum rétt þú munt selja á næstu dögum. Við tökum tillit til fyrri sölu, veðurs og aðra viðeigandi þætti.

Dragðu úr matarsóun með því að fylgjast með birgðastöðu.

Með GreenBytes er auðvelt að fylgjast með hvað þú átt til í kæliskápnum! Hafðu umsjón með birgðastöðu á einum stað. Við uppfærum sjálfkrafa birgðastöðu þína út frá sölu hvern dag. Þú getur auðveldlega framkvæmt birgðatalningu með GreenBytes appinu.

Sparaðu tíma með því að leggja inn pantanir til allra birgja í einu.

Skipuleggðu hvaða upplýsingar þú þarft til þess að panta allt á einum stað. GreenBytes gerir þér kleift að hafa yfirsýn yfir öllum birgjum. Við spörum þér mun meiri tíma með því að gera þér kleift að leggja inn pantanir til allra birgja með einungis örfáum smellum. 

Draga úr koldíoxíði

Brjóttu niður matseðilinn svo að þú getir aðstoðað nýja kokka sem eru að ganga til liðs og auðveldlega opnað á nýjum stað! GreenBytes reiknar hversu mikið af hverju hráefni þú ættir að vera að panta með því að nota sundurliðun matseðilsins og gervigreind sem spáir fyrir komandi sölu.
Með því að panta rétt magn af mat kemur þú í veg fyrir að matur verði urðaður og losar þar af leiðandi minna magn gróðurhúsalofttegunda líkt og metan.

Nýttu þér öll skipulagstólin frítt!

Þú greiðir einungis fyrir hæfni gervigreindarinnar og sjálfvirknina þegar við höfum tengst sölukerfinu þínu.

Viltu vita meira um okkur?

Að leysa stór og flókin vandamál krefst þess að nálgast þau með öðrum augum. Okkar frábæra tækni teymi samanstendur af kvenskörungum sem allar vinna að því markmiði að draga úr matarsóun veitingastaða. Það gera þær með því að sameina byltingarkennda tækni með sköpunargáfu, góðum samskiptum og með því að hugsa út fyrir kassann.

Viðurkenningar

Viltu vita meira?

Hefurðu áhuga á að vinna með okkur?

Sendu okkur línu.